Jóna Vilhelmína ræðir við nemendur á fyrsta kennsludeginum. Ljósmynd: GK.
Fyrsti kennsludagur annarinnar er í dag og mættu nemendur í fyrsta sinn eftir sumarleyfi. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari bauð nemendur velkomin og miðlaði nauðsynlegum upplýsingum til nýnema og rifjaði upp fyrir þeim sem eldri eru. Einnig kynntu kennarar sig og sögðu frá hvaða greinar þau kenna og öðrum verkefnum sem þau sinna í skólanum.
Þessi fyrsti skóladagur fer að miklu leyti í að koma öllu í gang. Nýnemar þurfa að komast inn á öll kerfi skólans. Engin kennsla er á morgun, föstudag en á mánudaginn byrjar skólastarfið af fullum krafti.
Stundatafla er nú með öðru sniði en verið hefur. Þannig hefjast kennslustundir nú kl. 9 en kennslu lýkur 15:15 eins og verið hefur.