Víkingur, Skarphéðinn og Ragnhildur að sviðsetja vandræðalega fermingarmynd. Ljósmynd: Karen Helga.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er afar vel tækjum búinn og á t.d. ljósmyndabúnað af ýmsu tagi til afnota fyrir nemendur í listljósmyndun og öðrum skapandi greinum. Í dag var ljósmyndastúdíó skólans í notkun allan daginn. Fyrst voru þar nemendur í ljósmyndaáföngum í verkefnavinnu en eftir hádegið fylltist stúdíóið af grunnskólanemum. Þau völdu inngang að listum sem val í sínum skóla en áfanginn er skylda á öllum stúdentsbrautum í MTR. Í áfanganum fá nemendur að spreyta sig á ýmsum listgreinum og þessa dagana eru þau að fást við ljósmyndun. Þó að stúdíóljósmyndum sé ekki beinlínis hluti af náminu fengu þau að bregða á leik í stúdíói skólans í dag og þótti ekki leiðinlegt, eins og sjá má af þessum myndum.