Fréttir

Skóli á grænni grein

MTR fékk nýverið afhentan sinn annan grænfána en skólinn hefur verið grænfánaskóli síðan í september 2020. Grænfánaverkefnið alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem á Íslandi er rekið af Landvernd. Það snýst um að auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
Lesa meira

Létt yfir nýstúdentum

Í dag brautskráðust 37 nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þar af eru tólf búsettir í Fjallabyggð en í meirihluta eru fjarnemar frá þrettán stöðum á landinu, einn býr í Frakklandi og annar í Danmörku. Þetta var 24. brautskráning skólans og alls hafa 464 nemendur lokið námi með formlegum hætti frá skólanum.
Lesa meira

Námskeið í tölvuleikjum og sýndarveruleika

Á föstudaginn var mættu allir kennarar skólans á námskeið í notkun sýndarveruleika og tölvuleikja í skólastarfi. Að auki var kennurum frá VMA, FSH og Grunnskóla Fjallabyggðar boðið að vera með svo það var mikil líf í húsinu þennan föstudag.
Lesa meira

Vorsýning í dag

Í dag opnar sýning á verkum nemenda i skólanum. Málverk og skulptúrar eru á veggjum skólahússins en stór hluti verkanna eru sýnd rafrænt. Þar eru t.d. lokaverkefni í ljósmyndun, tölvuleikjahönnun, frumkvöðlafræði, inngangi að listum og reyndar flestum áföngum sem kenndir voru á vorönninni.
Lesa meira

Stór plokkdagur í Ólafsfirði

Við í MTR látum okkur umhverfismál varða og gerum eins vel og við getum í að minnka kolefnissporið okkar með vistvænum ferðamáta, lágmarks matarsóun og flokkun á öllum úrgangi.
Lesa meira

Frambjóðendur í heimsókn

Fulltrúar allra framboða til sveitarstjórna í Fjallabyggð hafa komið í skólann síðustu daga. Bæði til að kynna sig fyrir væntanlegum kjósendum en ekki síður til að kynnast skólanum.
Lesa meira

Hálf fimmtánda milljón króna í styrk

Erasmus+ hefur úthlutað Menntaskólanum á Tröllaskaga 14,5 milljónum króna til námsferða nemenda og endurmenntunar kennara. Styrknum verður varið á næstu fimmtán mánuðum. Þetta er fjórði hæsti styrkurinn sem Erasmus+ úthlutar að þessu sinni til náms og þjálfunar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa meira

Sýning nemenda í áfanga um myndlist, listgildi og fagurfræði.

Nemendurnir eru allir í áfanganum MYNL3LF05 - Myndlist, listgildi og fagurfræði og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast þau viðfangsefnið hver með sínum hætti.
Lesa meira

Námsferð í Bæheimi

Átta manna hópur frá MTR en nú í námsferð í Příbram í Bæheimi í Tékklandi að vinna að Erasmus verkefninu „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira

Líf og fjör í Lettlandi

Fimm drengir úr skólanum eru nú í námsferð í Lettlandi og vinna þar með félögum sínum frá Eistlandi og heimafólki i Ventspils.
Lesa meira