Pólsku gestirnir ásamt kennurum MTR.
Ljósm. GK.
MTR tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum og eitt þeirra er samstarfsverkefni með pólskum framhaldsskólum. Markmið verkefninu er að stuðla að nútíma kennsluaðferðum, rafrænum lausnum upplýsingatækni í skólastarfi. Það er gert með því að búa til kennsluefni fyrir kennara og nemendur sem miðar að því að innleiða nýjungar í kennsluaðferðum í pólska framhaldsskólakerfið og aðlaga það að kröfum nútíma samfélags.
Um miðjan september kom tíu manna hópur í skólann og unnu með okkar kennurum að þessum þáttum. Vinnan gekk vel og skilaði góðum árangri. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og þótti áhugavert að kynnast hugmyndafræði og kennsluháttum MTR. Þá hrifust þau af umhverfinu og samfélaginu í Fjallabyggð og tóku m.a. þátt í að reka sauðfé í gengum bæinn.
Verkefnið er styrkt af uppbyggingarsjóði ESS sem hefur það að markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES.