Fréttir

Grunnskólanemar í heimsókn

Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar kom í heimsókn í skólann í dag. Þessi hópur mun á næstunni sækja um skólavist í framhaldsskóla og því gott að kynna sér hvað skólinn í heimabyggð hefur uppá að bjóða.
Lesa meira

Verkefni um virka borgaravitund

Ida Semey kennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari eru nýkomnar frá Helsinki þar sem þær tóku þátt í Nordplus Adult verkefni um virka borgaravitund. Auk MTR tekur Símenntun á Vesturlandi, KVUC frá Danmörku, KSL Study Centre í Finnlandi og Upplands-Bro Adult education center Svíþjóð þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins er að finna verkfæri og leiðir til að stuðla að virkri þátttöku nemenda í lýðræðissamfélagi.
Lesa meira

Góðan daginn faggi

Segja má að við í skólanum höfum fengið heimsendingu frá Þjóðleikhúsinu í gær því öllum var boðið á leiksýninguna Góðan daginn faggi. Þetta er söngleikur sem byggir á ævi höfundar og leikarans Bjarna Snæbjörnssonar.
Lesa meira

Sjónlistadagurinn í MTR

Sjónlistadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Verkefni dagsins var að teikna auga og tóku nemendur jafnt sem kennarar þátt í leiknum.
Lesa meira

Fjölbreyttir þemadagar

Í síðustu viku voru þemadagar hjá okkur í MTR. Þemað sem unnið var með barátta kvenna um allan heim í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Góðir gestir frá Jótlandi

Tólf manna hópur frá Danmörku eru nú í tveggja daga heimsókn í skólanum. Þau skemmtu sér konunglega á snjóþotum og gönguskíðum í gær og veltu sér upp úr snjónum áður en þau stukku út í sundlaug.
Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er í dag og af því tilefni var Þorbjörg Ída Ívarsdóttir kennaranemi með kynningu á undraheimum margflötunganna. Þeir koma víða við sögu og er venjulegur fótbolti til dæmis gerður úr fimm- og sexhyrningum.
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2023

Val fyrir haustönn 2023 er nú hafið hjá nemendum skólans. Umsjónarkennarar eru þessa vikuna að fara yfir námsferil með umsjónarnemendum sínum og velja áfanga fyrir næstu næstu önn.
Lesa meira

Líf og fjör á 8. mars

Það var líf og fjör í skólanum í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við fengum Miriam Petru Ómasdóttur Awad í heimsókn en hún fræddi nemendur og kennara um stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Þá var föndrað úr afgöngum og sköpuð verk í tilefni dagsins.
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í skólanum. Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Lesa meira