19.04.2023
Vetraríþróttir eru vinsælar á Tröllaskaga og íbúarnir elska að leika sér í snjónum. Einn þeirra er Frímann Geir Ingólfsson nemandi í MTR en hann kýs vélsleða fram yfir skíðin og sigraði í sportflokki í snjókrossi um síðustu helgi.
Lesa meira
18.04.2023
Erla Vilhjálmsdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut MTR vorið 2015. Haustið eftir hóf hún nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og stundaði samhliða því diplómanám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Vorið 2022 lauk hún diplómanámi í upplýsingafræði á meistarastigi við Háskóla Íslands.
Lesa meira
14.04.2023
Það var Hollywood þema á árshátíð nemendafélagsins Trölla sem haldin var í skólanum í gær. Nemendur og starfsfólk fjölmenntu og einnig var 10. bekkingum í Grunnskóla Fjallabyggðar boðið að vera með í gleðinni en mörg þeirra eru heimavön í skólanum.
Lesa meira
13.04.2023
Í gær komu nemendur 10. bekkjar Dalvíkurskóla í heimsókn. Þetta er fólkið sem er að velja framhaldsskóla fyrir næsta vetur og því upplagt að kynna sér hvað er í gangi í MTR, handan við Múlann.
Lesa meira
13.04.2023
Það er hægt að kenna tölfræði á margvíslegan hátt og ekkert endilega með formúlum í bók eða töflureikni á skjá. Þetta veit enginn betur en Inga Eiríksdóttir stærðfræðikennari sem er fundvís á nýstárlegar aðferðir við stærðfræðikennslu.
Lesa meira
12.04.2023
Innritun í fjarnám stendur nú yfir fyrir haustönn 2023. Ekki er kennt á sumarönn í skólanum. Vinsamlegast skráið umsóknir í gegnum heimasíðu skólans.
Lesa meira
10.04.2023
Birgitta Þorsteinsdóttir er frá Siglufirði. Hún útskrifaðist af listabraut MTR árið 2015. Þá lá leiðin í Háskólann á Akureyri þar sem hún lauk B.Ed í kennarafræði og tók svo masterinn í beinu framhaldi þar sem hún lagði áherslu á upplýsingatækni í skólastarfi.
Lesa meira
08.04.2023
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson er frá Siglufirði. Hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut MTR í desember 2012. Í framhaldi af því stundaði hann nám í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira
04.04.2023
Erla Marý Sigurpálsdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR í maí 2017. Hún ákvað í framhaldinu að skrá sig í íþrótta- og heilsufræði með kennsluréttindum í Háskóla Íslands og er nú útskrifuð með meistaragráðu úr því námi.
Lesa meira
31.03.2023
Menntaskólinn á Tröllaskaga er í margvíslegu erlendu samstarfi og mörg verkefni í gangi hverju sinni. Eitt þeirra er vinna með aðilum í Póllandi að gerð rafræns kennsluefnis í ensku.
Lesa meira