Fánamynd mynd Ida Semey
Í dag, mánudaginn 25. september, er fyrsti fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Framtakið hófst árið 2019 og vinsældir þess hafa farið ört vaxandi um allan heim. Sífellt fleiri þjóðir taka þátt og nú hefur Ísland bæst í hópinn. Það er United Nations Global Compact sem stendur að framtakinu til að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna. Fyrirtæki, stofnanir, skólar, samtök og sveitarfélög sem eru aðilar að UN Global Compact og/eða hafa hafið innleiðingu á heimsmarkmiðum í rekstur sinn geta tekið þátt í framtakinu.
Menntaskólinn á Tröllaskaga varð UNESCO-skóli vorið 2022 en slíkir skólar vinna eftir fjórum meginþemum sem eru: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmakmiðin um sjálfbæra þróun og friður og mannréttindi. Setja þessi þemu sífellt meiri svip á starfið í MTR og eru fléttuð inn í fjölda verkefna sem nemendur fást við.
Það var því flaggað í dag við MTR, á fyrsta fánadegi heimsmarkmiðanna á Íslandi, til að minna á mikilvægi þeirra.