Ljósmynd: GK.
Í gær komu nemendur 10. bekkjar Dalvíkurskóla í heimsókn. Þetta er fólkið sem er að velja framhaldsskóla fyrir næsta vetur og því upplagt að kynna sér hvað er í gangi í MTR, handan við Múlann.
Þetta var fjörugur og áhugasamur hópur sem fékk að kynnast náminu og öllum þeim lystisemdum sem skólinn hefur uppá að bjóða. Þau brugðu á leik með nemendaráðinu, fengu að máta sig í rafíþróttastofunni, máluðu sameiginleg málverk í listastofunni og skáru út nafnspjald í Fablabbinu. Að lokum snæddu þau pizzur með okkur hinum í hádeginu.
Við í MTR hlökkum til að sjá sem flest þessara hressu Dalvíkinga í skólanum í haust.