Feed

Semidúx skólans Sædís Sól Róbertsdóttir

Tveir nemendur útskrifuðust frá skólanum með afburða námsárangur fyrr í vikunni, hvort tveggja stúlkur sem báðar eru fjarnemar. Okkur þótti fróðlegt að vita hvað það væri við kennsluna, námið í skólanum og skipulag þess sem hentaði þeim svo vel sem raun ber vitni og hvernig það kom til að þær sóttu um nám í MTR.
Lesa meira

Dúx skólans Elísa Alda Ólafsdóttir Smith

Tveir nemendur útskrifuðust frá skólanum með afburða námsárangur fyrr í vikunni, hvort tveggja stúlkur sem báðar eru fjarnemar. Okkur þótti fróðlegt að vita hvað það væri við kennsluna, námið í skólanum og skipulag þess sem hentaði þeim svo vel sem raun ber vitni og hvernig það kom til að þær sóttu um nám í MTR.
Lesa meira

Eins og eldflaugar inn í framtíðina

Þann 19. desember brautskráðust 24 nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga við hátíðlega athöfn. Hafa nú alls 626 nemendur brautskráðst frá skólanum frá því hann var stofnaður árið 2010. Það sem er einstakt við þennan útskriftarhóp er að allir í honum eru fjarnemar en það hefur aldrei gerst áður. Útskriftarnemarnir að þessu sinni koma frá átta stöðum á landinu og tveir af þeim dvelja erlendis. Aðeins fimm nemanna sáu sér fært að vera við athöfnina en líkt og undanfarin ár var hún einnig send út á fésbókarsíðu skólans svo allir útskriftarnemar og fjölskyldur þeirra gætu notið stundarinnar.
Lesa meira

Vel sótt opnun haustsýningar skólans

Það var mikið um að vera í skólanum síðustu kennsludaga annarinnar. Nemendur kepptust við að ljúka síðustu verkefnum og listastofan var þéttsetin þar sem nemendur lögðu lokahönd á ýmis verk fyrir sýninguna. Póstbíllinn kom ófáar ferðirnar með sendingar frá fjarnemum og sýningarstjórinn Bergþór Morthens var í óðaönnum að koma verkunum haganlega fyrir með aðstoð starfsfólks skólans. Sýningin opnaði í dag, laugardag, og var vel sótt. Á henni má sjá fjölbreytt verk; ljósmyndir og málverk nemanda af listabraut sem og skapandi verkefni nemanda af öðrum brautum. Einkunnarorð skólans: Frumkvæði - Sköpun - Áræði hafa verið í hávegum höfð við vinnu þessara verkefna. Valin verkefni úr ensku, íslensku og erlendum samstarfsverkefnum eru einnig til sýnis á heimasíðu skólans. Ungum sýningargestum var boðið að fást við jólaföndur og veitingar voru í boði fyrir alla aldurshópa. Sýningin verður opin til 19. desember á starfstíma skólans og er fólk hvatt til að líta inn og skoða afrakstur vinnu nemenda á haustönninni.
Lesa meira

Stafræn sýning haustannar

Hér er tengill í stafræna sýningu skólans.
Lesa meira

Ánægjulegir endurfundir

Menntaskólinn á Tröllaskaga er opin prófstöð háskólanna. Undanfarna daga hafa háskólanemar fjölmennt í skólann til að þreyta próf og sparað sér þannig fé, tíma og þá fyrirhöfn sem fylgir því að taka prófin í þeim skóla þar sem þeir stunda nám. Aðallega eru þetta nemar við Háskólann á Akureyri og uppistaða þeirra eru útskrifaðir stúdentar frá MTR sem búsettir eru í Fjallabyggð. Sú staðreynd sýnir mikilvægi þess að hafa framhaldsskóla í byggðarlaginu því sýnt hefur verið fram á að þegar svo háttar aukast líkurnar á að ungt fólk setjist að í sinni heimabyggð. Háskólanemar þeir sem hér taka próf stunda nám á ýmsum sviðum, flestir eru í hjúkrunarfræði en næst þar á eftir koma kennslu- og lögreglufræði. Undanfarnir dagar hafa því einkennst af ánægjulegum endurfundum og hver veit nema einhverjir þessara nema bætist í starfsmannahópinn í MTR í framtíðinni.
Lesa meira

Góð stemning á Jólakvöldi

Í gærkvöldi hélt nemendafélagið Trölli sitt árlega Jólakvöld en það er einn af hápunktunum í félagslífinu í skólanum ár hvert. Staðnemar og hluti starfsmannahópsins mætti þar til veglegrar matarveislu í sal skólans og að henni lokinni voru heilasellurnar virkjaðar í spurningaleikjum. Boðið var upp á þrírétta matseðil; grafinn og reyktan lax, pate og tvíreykt hangikjöt í forrétt, hamborgarhrygg og kalkúnabringu með tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og svo ísrétt til að toppa sæluna. Salurinn var skreyttur jólaljósum og jólalögin ómuðu.
Lesa meira

Innritun á vorönn lokið

Innritun í fjarnám á vorönn er lokið. Aðsókn var gríðarleg en því miður er ekki hægt að taka við fleiri nemendum, þar sem fjárveiting til skólans stendur ekki undir meiru. Innritun fyrir haustönn opnar 1. apríl.
Lesa meira

Ung ljóðskáld í heimsókn

Í dag komu nemendur úr 8. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í skólann til að setja saman ljóð. Tilefnið var hin árlega ljóðasamkeppni þessara bekkja sem er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður sem haldin hefur verið í Fjallabyggð allt frá árinu 2007. Hátíðin er samstarfsverkefni Ljóðaseturs Íslands og Ungmennafélagsins Glóa en Grunnskóli Fjallabyggðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga eru meðal þeirra aðila sem taka þátt í framkvæmdinni. Nemendur nota listaverk sem kveikjur að ljóðum og að þessu sinni voru það verk eftir starfsfólk skólans, núverandi og fyrrverandi nemendur hans og verk úr safni skólans. Nemendur fengu góð ráð í ljóðasmíðinni frá Þórarni Hannessyni, kennara í MTR og forstöðumanni Ljóðaseturs Íslands, áður en leitað var innblásturs frá listaverkunum. Misjafnlega gekk að koma orðum á blað, eins og gengur og gerist, en uppskeran var engu að síður góð; um áttatíu ný ljóð. Nú bíður það fimm manna dómnefndar að vega og meta afurðirnar og höfundar bestu ljóðanna verða svo verðlaunaðir. Úrslit verða kunngjörð á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði síðar í desember. Það er mikils virði fyrir skólann að fá ungmenni úr grunnskóla byggðarlagsins í heimsókn. Með því fá þau að kynnast andrúmsloftinu í skólanum sem eykur líkurnar á að þau sækist eftir skólavist þegar þar að kemur.
Lesa meira

Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi

25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Kynbundið ofbeldi viðgengst þegar enginn talar um það og þótt unnið hafi verið gott starf til að stemma stigu við því á síðustu árum sýna tölur að enn er langt í land. Fjölmargir UNESCO-skólar halda uppi metnaðarfullu kynjafræðinámi fyrir nemendur sína og er mikilvægur liður í náminu að læra um kynbundið ofbeldi. Félag Sameinuðu þjóðanna og félag kynjafræðikennara tóku höndum saman í tilefni dagsins og hvöttu skóla til þess að standa fyrir fræðslu um kynbundið ofbeldi innan skóla sem og víðar í samfélaginu.
Lesa meira