Mynd Ida Semey
Háskólar landsins hafa um árabil starfað saman undir hatti Háskóladagsins og kynnt háskólanám fyrir framhaldsskólanemum og öðrum áhugasömum. Háskóladagurinn var haldinn á fjórum stöðum á landinu í ár og lauk í Háskólanum á Akureyri í dag, þann 12, mars. Allir sjö háskólar landsins standa að þessum degi og er tilgangurinn að kynna allt grunnháskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Nemendur, kennarar og starfsfólk háskóla landsins eru þar tilbúin til að spjalla við gesti og fræða þá um hvaðeina sem lýtur að náminu og háskólalífinu.
Nemendur úr MTR létu sig ekki vanta á kynninguna í dag og þáðu rútuferð í boði háskólanna frá skólanum. Fræddust þeir um eitt og annað sem tengist háskólanámi og veltu vöngum yfir eigin framtíð á þeim vettvangi. Margt spennandi er í boði og var sérstaklega gott að geta spjallað við núverandi háskólanema og fengið að heyra hvernig þeirra sýn á námið er. Tvær háskólanemanna voru stúdentar frá MTR þær Rakel Ýr Þórisdóttir og Sigurbjörg Brynja Ingvarsdóttir, sem nú stunda sálfræðinám við HA