Næstu skref á námsferlinum

Klippimyndagerð mynd ÞH
Klippimyndagerð mynd ÞH

Í gær röltu nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar vegspottann á milli skólanna og litu í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í MTR. Þeir munu taka næstu skref á námsferlinum næsta haust og því upplagt að kynna sér vel hvað er í boði. Var þeim skipt í nokkra hópa sem fóru á milli stöðva til að fræðast um skólann og leysa ýmis verkefni. Nemendaráð og kennarar skólans sögðu frá námsskipulaginu, erlendum samstarfsverkefnum, félagslífinu og hinum afslappaða skólabrag sem einkennir MTR og gestirnir tóku auk þess þátt í klippimyndagerð og létu reyna á hæfni sína í rafíþróttastofunni.

Þetta var líflegur og áhugasamur hópur sem tók virkan þátt og spurði margs. Sumir hafa þegar valið sér skóla til að halda áfram námi í en aðrir eru enn að velta vöngum. Heimsókn sem þessi hjálpar til við ákvarðanatökuna. Í lok hennar var boðið upp á pizzur sem runnu ljúflega niður. Myndir