Litskrúðug í tilefni dagsins

Hópmynd mynd GK
Hópmynd mynd GK

Í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfu í dag, þann 2. apríl, tóku nemendur og starfsfólk skólans þátt í að fagna fjölbreytileika einhverfurófsins með því að mæta í skólann í öllum regnbogans litum. Stillti hópurinn sér upp fyrir myndatöku í sal skólans með hin litskrúðugu verk Bergþórs Morthens, kennara skólans, á báðar hendur. Einhverft fólk er allskonar, rétt eins og annað fólk, og hefur einhverfusamfélagið valið sér eilífðarmerkið í regnbogalitunum til að tákna óendanlega fjölbreytni hópsins.