Skólameistari flutti fyrirlestur í Osló

Sú þekking og reynsla sem starfsmannahópur skólans býr yfir er mikil og má með sanni kalla hana auðlind. Kennarar og stjórnendur skólans hafa haldið fyrirlestra víða, innanlands sem utan, þar sem þeir fjalla um fjarkennslu og kennslumódel skólans og kennarar við skólann sinna einnig kennslu í upplýsingatækni við Háskólann á Akureyri. Á dögunum hélt Lára Stefánsdóttir, skólameistari, erindi á ráðstefnu í Osló þar sem umfjöllunarefnið var lýðfræðilegar breytingar og tæknileg tækifæri i framhaldsskólanámi. Ráðstefna for fram í ráðstefnuhöllinni Expo Rebel og var ætluð stjórnendum framhaldsskóla og sveitarfélaga. Tilgangur hennar var að setja á dagskrá hvaða afleiðingar lýðfræðilegar breytingar í sveitarfélögum hefðu á menntamál.

Sjónum var beint að tæknilegum möguleikum í menntun til að opna augu þeirra aðila sem að menntamálum koma að skilja hvað tækni getur gert fyrir menntun og nýsköpun í námi. Erindi Láru kallaðist Stafræn kennsla í framhaldsskóla á Íslandi og vakti það mikla athygli, var hún eini fyrirlesarinn utan Noregs og fékk margar fyrirspurnir að loknu erindi sínu. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru m.a. fyrrverandi borgarstjóri Horten, næst stærstu borgar Noregs, stjórnmálamenn, stjórnendur framhaldsskóla, háskólakennarar o.fl.