Fréttir

Alþjóðleg ráðstefna

Hnattræn menntun í dreifbýli er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem MTR heldur í Ólafsfirði í næstu viku. Nýjar aðferðir, hreyfanleiki og aðlögun verða í forgrunni margvíslegrar umfjöllunar um upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta er þrettánda ecoMEDIAeurope ráðstefnan. Starfsmenn MTR hafa sótt margar þeirra fyrri og verið áberandi þar. Þess vegna lögðu ecoMEDIAeurope samtökin til að skólinn héldi ráðstefnuna í ár til að starfsmenn annarra skóla gætu fræðst um kennsluaðferðir og skipulag náms í MTR. Leiðtogar, sérfræðingar, kennarar og aðrir starfsmenn frá nokkrum löndum auk Íslands sækja ráðstefnuna sem stendur í fimm daga. Um áttatíu hafa skráð sig til leiks – um helmingur frá öðrum löndum. Meðal annars koma gestir frá Þýskalandi, Sviss, Grikklandi, Lettlandi, Danmörku og Bandaríkjunum. Nánar um ráðstefnuna hér: https://www.mtr.is/ecomedia
Lesa meira

Vandræðaskáld í hádeginu

Einn af viðburðum ljóðahátíðarinnar Haustglæður fór fram í Hrafnavogum í hádeginu. Vandræðaskáldin sungu og skemmtu heimamönnum í skólanum og gestum. Tvímenningarnir gerðu grín að sjálfum sér og öðrum. Líka samgöngumannvirkjum, svo sem brúm yfir „ekkert“ og ýmsu fleiru sem of langt yrði upp að telja. Ljóðasetrið á Siglufirði og Ungmennafélagið Glói standa fyrir ljóðahátíðinni Haustglæðum og rekur hver atburðurinn þessa dagana.
Lesa meira

Val í miðannarviku

Staðnemar geta valið úr spennandi áföngum í miðannarvikunni. Einn hefur titilinn „hugsað út fyrir kassann“ og er ætlaður hugmyndaríku fólki og þeim sem hafa áhuga á hönnun. Verkefni verða unnin í nokkrum forritum og síðan búin til heimasíða þar sem þeim verður safnað saman. Leiðbeinandi verður Lilja Hauksdóttir. „Hreyfing, hamingja og gleði“ er lýstandi titill á öðrum áfanga. Kennari þar er Örn Elí Gunnlaugsson, íþróttafræðingur. Áfanginn er sérsniðinn fyrir starfsbraut en aðrir nemendur geta óskað eftir á fá að vera með. Í þriðja lagi gefst áhugafólki um tölvuleiki kostur á svokallaðri MEGA-viku. Þar verður fjallað um rafíþróttir og keppt á einu slíku íþróttamóti. Ýmsir hreyfitölvuleikir verða prófaðir og nemendur fá tækifæri til að læra með leik á sviði vísinda og verkfræði. Leiðbeinandi er Sæmundur Ámundason. Þá er ótalið að nemendur sem komnir eru nokkuð áleiðis í námi eiga kost á að aðstoða við ráðstefnuhald í miðannarvikunni en þá fer fram alþjóðlega ráðstefnan Global Education in a Rural Environment sem MTR heldur í Ólafsfirði dagana 15.-19. október. Sjá hér: https://www.mtr.is/ecomedia
Lesa meira

Skólafundur

Staðnemar ræddu hugmyndir sínar og áherslur varðandi skipulag og inntak náms og skólastarfs, félagslífs og fleira í morgun. Þetta var hópastarf og ekki stýrt hverjir hópuðu sig saman að öðru leyti en því að óskað var eftir að í hópar væru ekki einkynja og þar væri blanda af nýnemum og lengra komnum. Hópar völdu sér sjálfir ritara. Nokkrum útgangspunktum fyrir umræðu í hópunum var varpað á tjald í Hrafnavogum. Unnið verður úr ábendingum og tillögum hópanna og reynt að koma til móts við það sem þar kemur fram við ákvarðanir sem teknar verða á næstunni um námsframboð á næstu önn og annað sem við á.
Lesa meira

Endurvinnsla á Tenerife

Hópur sjö MTR-nema og eins kennara dvelur þessa viku á Tenerife og tekur þátt í Erasmus+ verkefninu HELP sem snýst meðal annars um endurvinnslu. Jafn stórir hópar ungmenna frá Litháen og Noregi taka þátt í verkefninu auk hóps heimamanna á Tenerife. Í fyrri áföngum þess var fjallað um vistvænar afurðir og um mengun.
Lesa meira

Móttaka á Bessastöðum

Heimsókn nema frá Tías á Lanzarote og PT skólanum á Ítalíu til okkar á Tröllaskaga tókst sérlega vel þótt veðurguðirnir hjálpuðu ekki beinlínis til. Heimsókninni lauk með boði hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Fulltrúar ítölsku og spænsku nemendanna færðu honum gjafir. Hann sagði eitt það besta við að gegna þessu embætti að fá að taka á móti gestum víða að og njóta samveru við þá.
Lesa meira

Myndlist í september

Ákveðnir veggir í Hrafnavogum, nýjum og glæsilegum sal skólans, eru fráteknir fyrir listaverk sem skipt er um mánaðarlega. Oftast er einstökum listamönnum af nærsvæði skólans boðið að sýna þar verk sín en í þessum mánuði voru verkin sótt í listaverkasafn Fjallabyggðar. Yfirskriftin er: „Afstrakt eða Abstrakt“ - en sýningin er helguð óhlutbundnum verkum. Hún samanstendur af fimm verkum úr höfðinglegri gjöf hjónanna Arngríms Ingimundarsonar og Bergþóru Jóelsdóttur til Siglufjarðarkaupstaðar árið 1980. Með henni vildu hjónin sýna Siglfirðingum þakklæti fyrir stuðning þeirra við foreldra Arngríms eftir að þau brugðu búi í Fljótunum vegna heilsubrests og fluttust til Siglufjarðar. Í heild gáfu Arngrímur og Bergþóra Siglufjarðarkaupstað 127 verk eftir marga af frestu listmálurum þjóðarinnar á tuttugustu öld. Er þessi einstaka gjöf grunnurinn að listaverkasafni Fjallabyggðar í dag. Verkin sem til sýnis eru í Hrafnavogum núna eru, auk þess að auðga tilveru fólks í skólanum, notuð sem námsefni í grunnáfanga í myndlist. Óhlutbundin verk eru einmitt til umfjöllunar þar þessar vikurnar og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Bergþór Morthens myndlistarkennara ræða um verkin á sýningunni við nemendur.
Lesa meira

Suðrænir gestir

Hópur framhaldsskólanema frá Tías á Lanzarote og PT skólanum á Ítalíu eru gestir nemenda MTR næstu sjö daga. Skólarnir eru í samstarfsverkefni um valdeflingu og sjálfbærni. Það eflir nemendur dreifðra byggða í því að finna leiðir til að takast á við framtíðina í hörðum heimi. Gestirnir eru 28, tuttugu og þrír nemendur og fimm kennarar. Í móttökunefndinni eru 20 nemendur og þrír kennarar.
Lesa meira

Kosning í nemendaráð

Rafrænni kosningu í nemendaráð Trölla, nemendafélags MTR lauk kl. 12:00 föstudaginn 14. september sl. Kosningaþátttaka var 43,5% og féllu atkvæði þannig:
Lesa meira

Fjör á nýnemadegi í MTR

Gleðin var við völd á miðvikudag þegar nýir nemar voru boðnir sérstaklega velkomnir í skólann. Með heimamönnum glöddust gestir frá Grunnskóla Dalvíkur og Grunnskóla Fjallabyggðar. Keppt var í sápubolta við mikinn fögnuð viðstaddra. Margir sýndu góða takta á vellinum og áhorfendur nutu tilþrifanna. Innanhúss reyndi fólk sýndarveruleika og skoðaði ýmis tæki í eigu skólans. Veitingar Bjargar runnu ljúflega niður að venju. En myndir Gísla segja meira en mörg orð.
Lesa meira