Rafrænni kosningu í nemendaráð Trölla, nemendafélags MTR lauk kl. 12:00 föstudaginn 14. september sl. Kosningaþátttaka var 43,5% og féllu atkvæði þannig:
1.sæti Jón Pétur Erlingsson (Nonni), fékk 22.00% greiddra atkvæða
2. sæti Skarphéðinn Sigurðsson, fékk 16.00% greiddra atkvæða
3-4.sæti Ingibjörg Einarsdóttir (Imma) og Sóley Lilja Magnúsdóttir, fengu báðar 12% greiddra atkvæða.
5-6. sæti Dagný Lára Heiðarsdóttir og Ingigerður Lilja Jónsdóttir (Inga Lilja) fengu báðar 8% greiddra atkvæða.
Aðrir fengu færri greidd atkvæði. Ný kosið nemendaráð kemur saman í vikunni og skiptir með sér verkum og leggur línunar í hagsmunamálum nemenda og félagslífi vetrarins.