Fréttir

Stoðþjónusta og Covid 19

Það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar og líðan eins í því óvissu ástandi sem við búum núna við í heimsfaldri Covid-19. Viðnám okkar gagnvart streitu og álagi getur minnkað, kvíði og áhyggjur aukist og tilfinningar um t.d. bjargarleysi, reiði eða sorg komið upp. Stoðþjónusta Menntaskólans á Tröllaskaga hefur tekið saman gagnlegan fræðsluvegg með ýmsum hagnýtum upplýsingum og bjargráðum. Stoðþjónustan minnir líka sérstaklega á þjónustu náms- og starfsráðgjafa, sálfræðings og hjúkrunarfræðings.
Lesa meira

Vatnasport í Ólafsfirði

Nemendur á starfsbraut og fleiri brautum nýttu góða veðrið í gær og reyndu sig í kæjakróðri og réru á standbretti á Ólafsfjarðarvatni. Nám um sogæðakerfi og öndun auk hugarstjórnunar var kjarni fræðslunnar, segir Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari. Eins og myndirnar sýna nutu nemendur þessa lýðheilsutíma sérlega vel. Meðal þess sem þau spreyttu sig á var að stökkva í vatnið af brúnni yfir Ósinn. Vatnið var aðeins um fimm gráðu heitt en menn létu það ekki á sig fá og hlýjuðu sér í heitum potti á eftir.
Lesa meira

Nemendum fjölgar

Nú í upphafi skólaárs eru nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga 465. Það eru nokkru fleiri nemendur en áður. Íbúar í Ólafsfirði voru 804 í upphafi árs þannig að skráðir nemendur eru 58% af íbúatölunni. Því er þó ekki þannig varið að meirihluti íbúa séu nemendur í skólanum,mikill meirihluti nemenda eru fjarnemar. Þeir búa vítt um land, en flestir við Faxaflóa og svo nokkrir í öðrum löndum. Fjölmennasta brautin er félags-og hugvísindabraut með 205 nemendur, á listabraut eru 56, en 53 ákjörnámsbraut. Nokkrir grunnskólanemar eru skráðir í einstaka inngangsáfanga og sækja kennslustundir eftir því sem við verður komið.
Lesa meira

Skólastarf fer vel af stað

Þegar liðið er á annan dag skólastarfs í upphafi haustannar í MTR eru nemendur og kennarar sammála um að allt hafi farið vel af stað þrátt fyrir ýmsar takmarkanir. Allir þurfa að venja sig við eins metra fjarlægðarregluna, að gangarnir eru aðeins ferðarými milli kennslustofa, að sprittþvo verður borðið sitt fyrir og eftir notkun og fleira af því tagi. Eins og venjulega þurfa sumir nemendur að breyta skráningu sinni og sníða smávægilega vankanta af skipulaginu. Sumir nýnemar hafa lýst sérstakri ánægju með vinnutímana þar sem nemendur velja sjálfir hvaða námsgreinum þeir einbeita sér að.
Lesa meira

Upphaf skólastarfs í MTR

Skóli hefst þriðjudaginn 18. ágúst klukkan 8:10 og kennt verður að mestu þann dag samkvæmt stundaskrá. Fjarnám hefst eins og venja er á sama tíma. Í nýjum reglum um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er slakað á fjarlægðarmörkum í framhaldsskólum. Nú skal tryggja að hægt sé að viðhalda eins metra bili milli manna í stað tveggja metra sem er almenna reglan. Fyrir okkur í MTR þýðir þetta að hægt verður að hefja skólastarf með nokkurn vegin eðlilegum hætti.
Lesa meira

Allt fullt í fjarnám

Skráningu í fjarnám er lokið hjá skólanum og fullt í öllum áföngum. Næst verður innritað í nóvemberbyrjun fyrir vorönn 2021.
Lesa meira

Sumarfríi er lokið

Skrifstofa skólans hefur opnað aftur eftir sumarfrí. Verið er að vinna úr umsóknum sem bárust um skólavist á meðan á fríi stóð og taka út nemendur sem ekki hafa greitt skólagjöld til að mynda pláss fyrir aðra sem voru á biðlista.
Lesa meira

Sumarleyfi, skrifstofa lokuð

Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga er í leyfi frá 23. júní til 4. ágúst og skrifstofur skólans lokaðar. Nemendur sem hlotið hafa skólavist sjá stöðu sína í Innu. Við þökkum fyrir frábæran vetur og hlökkum til að byrja aftur í haust.
Lesa meira

Klárar konur

Einn vinsælasti valáfanginn í MTR á vorönninni fjallaði um afrekskonur á ýmsum sviðum mannlífsins. Birgitta Sigurðardóttir, kennari í upplýsingatækni fékk hugmynd að áfanganum snemma á síðasta ári. Markmiðið var að beina kastljósi að konum í nútíð og fortíð. Í fyrstu vikunni fengu nemendur að setja fram óskir um viðfangsefni og verkefnaskil. Hugmyndir þeirra féllu vel að hugmyndum kennarans en nemedur bættu þó einhverju við það sem Birgittu hafði dottið í hug. Efni áfangans var þemaskipt. Í upphafi skoðuðu allir sketsinn úr síðasta áramótaskaupi þar sem kvenkyns fréttastjóri og karlkyns fréttamaður ræddu verkefnaskil og hann nefndi aldrei á nafn konurnar sem voru gerendur í fréttunum. Önnur þemu voru t.d. afrekskonur í vísindum og íþróttum, frumkvöðlar, aktivistar, fatlaðar konur, rithöfundar, myndlistarkonur, tónlistarkonur o.fl. Verkefnin sem nemendur skiluðu voru á formi myndbanda, hlaðvarpa, ritgerða, veggspjalda, glærukynninga og skýrslna. Þetta er einkar fróðlegt efni sem varpar ljósi á mikilvægt framlag kvenna á fjölmörgum og ólíkum sviðum. Efnið er aðgengilegt hér: https://sites.google.com/mtr.is/saga2kk05/fors%C3%AD%C3%B0a?fbclid=IwAR2ndrT9dO2yre2oNf_Tb4ISxBKHHqR8dDT792WhtUIxNgtG04qlusu87ic
Lesa meira

MTR brautskráir 32

Tuttugasta brautskráning frá Menntaskólanum á Tröllaskaga fór fram við mjög óvenjulegar aðstæður í dag. Þrjátíu og tveir nemendur brautskráðust en samtals hafa 322 útskrifast frá skólanum. Tólf brautskráðust af félags- og hugvísindabraut, sjö af íþrótta- og útivistarbraut, fimm af kjörnámsbraut, þrír af myndlistarsviði listabrautar, þrír af náttúruvísindabraut, einn af stúdentsbraut að loknu starfsnámi og einn af starfsbraut. Af þeim 32 sem brautskráðust voru 22 fjarnemar sem koma víða að. Í upphafi vorannar voru nemendur við skólann 388. Þar af voru 312 í fjarnámi. Meira en helmingur þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu. Á vorönninni voru nemendur flestir á félags- og hugvísindabraut 172, næst flestir voru á náttúruvísindabraut 63, á listabraut voru 44 og 35 á íþróttabraut.
Lesa meira