MTHJ
Strákarnir okkar, sem unnu Söngkeppni framhaldsskólanna, í haust gefa út sitt fyrsta lag á laugardag. Það ber titilinn „Aleinn á nýársdag“ og kemur út á öllum helstu streymisveitum. Einnig verður myndband við lagið gefið út á Youtube þennan sama dag. Drengirnir hafa spilað saman í nokkur ár og loksins komið að því efni þeirra verði aðgengilegt öllum. Þeir eru frá Siglufirði og eru nemendur á tónlistarbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Hljómsveitina skipa: Hörður Ingi Kristjánsson, hljómborðsleikari, Júlíus Þorvaldsson, söngvari og gítarleikari, Mikael Sigurðsson, bassaleikari og Tryggvi Þorvaldsson, söngvari og rafmagnsgítarleikari. Aðrir þátttakendur í útgáfunni eru Guðmann Sveinsson, rafmagnsgítar og raddir, Rodrigo dos Santos Lopes, trommur og Gunnar Smári Helgason sá um mix og mastering.
Facebook: https://www.facebook.com/MTHJ.music
Instagram: https://www.instagram.com/mthj.music/