Vorsýning
Vorsýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga er þetta árið í stafrænu formi. Hún verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 8:00.
Hér er slóð á sýninguna: https://www.mtr.is/syningar/vor-2021
Best virkar að skoða hana í Google chrome vafranum. Í apple tölvum þarf að nota Safari vafran, í símum og spjaldtölvum þarf að hlaða inn artsteps appinu.
Sýningin endurspeglar vel einkunnarorð skólans: Frumkvæði - Sköpun – Áræði. Hún er á vefnum Artsteps sem er stafrænt sýningarrrými. Þar má sjá verk úr myndlistaráföngum, ljósmyndaáföngum og fleiri áföngum. Hlekkir eru á vefsíðunni sem veita aðgang að verkum nemenda úr ýmsum öðrum áföngum. Sýningin endurspeglar vel kraftmikið og skapandi starf á önninni.
Sýningarstjóri er Bergþór Morthens, myndlistarkennari. Aðstoðarmaður hans við uppsetninguna var Gísli Kristinsson, kerfisstjóri. Sigurður Mar Halldórsson sá um uppsetningu á ljósmyndarými.