Mötuneyti MTR. Mynd: SMH
Skólahald í MTR fer vel af stað og er að komast í fastar skorður. Á mánudaginn byrjaði mötuneytið í skólanum sem í vetur er í samstarfi við Höllina í Ólafsfirði. Matseðillinn fylgir að hluta til matseðlinum hjá Grunnskóla Fjallabyggðar. Hægt verður að kaupa hverja máltíð fyrir sig á kr. 1.750 og greiða með greiðslukorti. Einnig verða í boði 10 miða kort en þá er verð á máltíð 1.500.
Það eru nokkrir óvissuþættir í rekstri sem þessum og þar munar mest um fjölda nemenda og starfsfólks sem nýta sér þessa þjónustu. Einnig er óvissa um hvernig sóttvarnarreglur spila inn í afhendingu á mat en alltaf verður farið eftir öllum tilmælum og reglum hverju sinni. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að nýta sér mötuneytið og stuðla þannig að því að hægt verði að halda því gangandi í vetur.