27.09.2021
Hefðbundið skólastarf fellur niður á morgun 28. september vegna óhagstæðrar veðurspár. Nemendur læra heima og mæta í tíma í fjarkennslustofum sem þau finna i Moodle. Skólinn er opinn og þeir sem geta komið eru velkomnir.
Lesa meira
20.09.2021
Á vinnudegi kennara 17. ágúst sl. kom Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og eigandi Hugrekkis – ráðgjafar og fræðslu og hélt fyrirlestur um ofbeldi almennt og þá sérstaklega gegn börnum. Einnig fjallaði Ingibjörg um eðli og afleiðingar ofbeldis gegn börnum, einkenni og möguleg viðbrögð.
Lesa meira
17.09.2021
Þó að múrbrot sé ekki meðal kennslugreina í skólanum voru nokkrir nemendur mættir til slíkra starfa eldsnemma í gærmorgun. Þetta er fjáröflun fyrir menningarferð til London sem fyrirhuguð er um miðjan október.
Lesa meira
16.09.2021
Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid var í gær þegar hópur 60 kennara frá Álaborg kom í skólann. Markmið dönsku kennarana er að kynna sér kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum í skólum á Norðurlandi.
Lesa meira
14.09.2021
Langflest starfsfólk MTR uppfyllir samgöngusáttmála skólans en hann kveður á um að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Á þessari önn uppfylla 94,6% starfsmanna samgöngusáttmálann.
Lesa meira
09.09.2021
Þessa viku var svokölluð lýðræðisvika í MTR eins og í 26 öðrum framhaldsskólum á landinu. Þá er lögð áhersla á umræður og fræðslu um stjórnmál og mikilvægi þess að taka upplýsta ákvörðun áður en gengið er til kosninga.
Lesa meira
02.09.2021
Kennarar í MTR hafa nú sent öllum nemendum sínum í öllum áföngum fyrstu athugasemdir annarinnar. Þetta er hluti af námsmatinu því á þriggja vikna fresti gefa kennarar öllum nemendum sínum í öllum námsgreinum skriflega endurgjöf.
Lesa meira
31.08.2021
Í dag voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í nýnemadeginum í síðustu viku. Í MTR er ekki busavígsla eins og í mörgum framhaldsskólum heldur eru nýnemar boðnir velkomnir með leikjum og grillveislu í hádeginu. Keppt var í ratleik og þurftu nýnemarnir að leysa ýmsar þrautir og taka myndir.
Lesa meira
26.08.2021
Höfgar nauðir nefnist innsetningarverk sem Þorbjörg Signý Ágústsson, nemandi í MTR sýnir nú í Hellisgerði í Hafnarfirði. Verkið þróaði hún í myndlistaráfanga hjá Bergþóri Morthens síðasta vetur en í sumar vann hún á vegum skapandi starfa í Hafnarfirði að því að smíða og setja upp verkið.
Lesa meira
24.08.2021
Mikil áhersla er á skapandi starf í MTR. Bæði á það við um fjölbreytt og skapandi verkefnaskil í öllum námsgreinum en einnig á hinar hefðbundnu skapandi greinar eins og myndlist, tónlist og ljósmyndun. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af listabraut með áherslu á fyrrnefndar greinar.
Lesa meira