Ljósmynd: GK.
Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid var í gær þegar hópur 60 kennara frá Álaborg kom í skólann. Markmið dönsku kennarana er að kynna sér kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum í skólum á Norðurlandi. Auk MTR fer hópurinn í Háskólann á Akureyri, Hrafnagilsskóla, Giljaskóla og Naustaskóla en ekki síst VMA þar sem kennararnir kynna sér Fab Lab Akureyri. Það er nokkuð umfangsmikið verkefni því kennarar úr FabLab smiðjunum á Ísafirði, Sauðárkróki, Hornafirði og Reykjavík koma norður til fulltingis við kennarana í VMA.
Það er ánægjulegt að erlend samskipti eru nú að komast í gang eftir heimsfaraldurinn. Á næstu vikum eru tvær nemendaferðir fyrirhugaðar í MTR auk fleiri gesta sem hafa boðað komu sína.