13.02.2020
Nemendur listabrauta í MTR fóru í menningarferð til Akureyrar gær og komu við í Kaktus, Mjólkurbúðinni og Listasafninu. Tvisvar var búið að fresta ferðinni vegna veðurs og ófærðar en þriðja tilraun tókst vel og á annan tug nemenda og kennara tók þátt í ferðinni. Karólína Baldvinsdóttir, listgreinakennari í MTR er starfandi myndlistarkona og ein af listahópnum Kaktusi svo það voru hæg heimatökin að kynna þá starfsemi fyrir nemendum. Svo vill til Karólína opnar sýningu í Kaktus á föstudag þannig að nemendur fengu að sjá og kynnast málverkasýningu á lokametrunum, rétt áður en hún er hengd upp á sýningarveggina. Í Kaktus sagði Freyja Reynisdóttir myndlistarkona einnig frá sínum verkum en hún verður með námskeið fyrir nemendur MTR í miðannarvikunni. Eftir stutt stopp í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, var haldið í Listasafnið. Þar tók Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi á móti hópnum og fræddi og leiðsagði um hinar mörgu og fjölbreyttu sýningar listasafnsins. Það er mjög mikilvægt fyrir nemendur í listgreinum að geta farið í ferðir sem þessar, séð vinnustofur listamanna, skoðað sýningar og fengið góða leiðsögn eins og í boði er á Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
10.02.2020
Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun Erasmus+ fyrir árin 2021-2029. Ida Semey, verkefnisstjóri erlendra samstarfsverkefna í MTR var í hópi níu einstaklinga sem boðið var á ráðstefnu í Brussel í síðustu viku þar sem nýja áætlunin var kynnt. Þarna voru liðlega 600 hagsmunaaðilar frá ráðuneytum, landsskrifstofum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, samtökum, háskólum, framhaldsskólum, fræðslusetrum og leikskólum vítt um Evrópu. Gestum var skipt í 30 umræðuhópa og vinnustofur með mismunandi þemu. Ida segist hafa fengið tilfinningu fyrir áskorunum og tækifærum í tengslum við Erasmus+ á hverju sviði sem hún tók þátt í en ekki hafi allir verið sammála um leiðir að mismunandi markmiðum. En flestir hafi verið fullir af eldmóði og með jákvæðar væntingar. Margir hafi verið reyndir og sagt skemmtilegar sögur. Hún hafi hitt gamla kunningja, kynnst mörgu nýju fólki og fengið tækifæri til að tala öll tungumálin sex sem hún kann. Þá hafi samveran með Íslendingunum í ferðinni verið afar lærdómsrík og skemmtileg og mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í umræðum, kynna skólann og kynnast hinu margslungna og fjölþjóðlega samfélagi sem Erasmus+ er.
Lesa meira
07.02.2020
Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun Erasmus+ fyrir árin 2021-2029. Ida Semey, verkefnisstjóri erlendra samstarfsverkefna í MTR var í hópi níu einstaklinga sem boðið var á ráðstefnu í Brussel í síðustu viku þar sem nýja áætlunin var kynnt. Þarna voru liðlega 600 hagsmunaaðilar frá ráðuneytum, landsskrifstofum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, samtökum, háskólum, framhaldsskólum, fræðslusetrum og leikskólum vítt um Evrópu. Gestum var skipt í 30 umræðuhópa og vinnustofur með mismunandi þemu. Ida segist hafa fengið tilfinningu fyrir áskorunum og tækifærum í tengslum við Erasmus+ á hverju sviði sem hún tók þátt í en ekki hafi allir verið sammála um leiðir að mismunandi markmiðum. En flestir hafi verið fullir af eldmóði og með jákvæðar væntingar. Margir hafi verið reyndir og sagt skemmtilegar sögur. Hún hafi hitt gamla kunningja, kynnst mörgu nýju fólki og fengið tækifæri til að tala öll tungumálin sex sem hún kann. Þá hafi samveran með Íslendingunum í ferðinni verið afar lærdómsrík og skemmtileg og mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í umræðum, kynna skólann og kynnast hinu margslungna og fjölþjóðlega samfélagi sem Erasmus+ er.
Lesa meira
04.02.2020
Áfanginn LÝÐH2GR05 er heilsuræktaráfangi með forvarnargildi þar sem lögð er áhersla á andlega líðan og geðrækt. Þar er fjallað um áskoranir daglegs lífs, stretuvalda og aðferðir til að takast á við kvíða og depurð. Meðal námsmarkmiða er að læra að gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka gagnrýni. Áhersla er á æfingar í formi leikja og fjölbreyttir kennsluhættir lagaðir að námshópnum hverju sinni. Hópurinn á myndinni fjallaði um tilfinningar í gær og ræddi viðbrögð við vonbrigðum, depurð og reiði. Einnig áttu þau að skrifa um hvað hjálpaði þeim að sofna og hvernig þau nota tónlist við mismunandi aðstæður. Kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir.
Lesa meira
29.01.2020
Háskólanemar frá Gustavus Adolphus College í Minesota í Bandaríkjunum heimsóttu skólann á þriðjudag. Þetta var tuttugu manna hópur á aldrinum 18-21 árs ásamt kennurum sínum Kjerstin Moody og Jeff La Frenierre. Nemendur GAC taka í janúarmánuði námskeið sem er ferðalag. Gjarnan er farið á framandi slóðir og námið hugsað til undirbúnings nemenda fyrir starfsferil þeirra (career course). Áhersla er á samþættingu greina á borð við bókmenntir, hagfræði, hjúkrun, landfræði og lýðheilsu. Hópurinn verður þrjár vikur á Íslandi og kynnir sér sérstaklega atvinnulíf, mannlíf og menningu í bæjum á Tröllaskaga. Lára Stefánsdóttir og Inga Eiríksdóttir tóku á móti hópnum og sögðu frá skólastarfi hér. Nemendurnir voru áhugasamir og spurðu margs. Sumir höfðu verið í grunnskóla þar sem kennslufræðin var svipuð því sem fylgt er í MTR.
Lesa meira
29.01.2020
Mikil þekking og reynsla hefur safnast í fjölþjóðlegu samstarfi sem nemendur og kennarar MTR hafa tekið þátt í síðstu ár. Ida Semey hefur verið í fararbroddi í þessu starfi. Hún hefur skrifað flestar styrkumsóknir og auk þess átt drjúgan þátt í að skipuleggja verkefni og stýra þeim. Þetta hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Rannís sem sjá um samskiptin við framkvæmdastjórn ESB vegna Erasmus+ verkefnanna. Þess vegna er Ida í hópi tíu Íslendinga sem verða í Brussel í vikunni og taka þátt í að leggja línur í þessu samstarfi fyrir tímabilið 2021-2027. Sex íslensku fulltrúanna eru reyndir verkefnisstjórar í evrópuverkefnum en fjórir eru starfsmenn Rannís. Á fundunum í Brussel verða áherslur og skipulag evrópuverkefnanna á næstu árum kynnt og þátttakendur hafa tækifæri til að láta í ljósi álit sitt á þeim áður en formlega verður frá öllu gengið.
Lesa meira
27.01.2020
Mikil þekking og reynsla hefur safnast í fjölþjóðlegu samstarfi sem nemendur og kennarar MTR hafa tekið þátt í síðstu ár. Ida Semey hefur verið í fararbroddi í þessu starfi. Hún hefur skrifað flestar styrkumsóknir og auk þess átt drjúgan þátt í að skipuleggja verkefni og stýra þeim. Þetta hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Rannís sem sjá um samskiptin við framkvæmdastjórn ESB vegna Erasmus+ verkefnanna. Þess vegna er Ida í hópi tíu Íslendinga sem verða í Brussel í vikunni og taka þátt í að leggja línur í þessu samstarfi fyrir tímabilið 2021-2027. Sex íslensku fulltrúanna eru reyndir verkefnisstjórar í evrópuverkefnum en fjórir eru starfsmenn Rannís. Á fundunum í Brussel verða áherslur og skipulag evrópuverkefnanna á næstu árum kynnt og þátttakendur hafa tækifæri til að láta í ljósi álit sitt á þeim áður en formlega verður frá öllu gengið.
Lesa meira
24.01.2020
Nemendur og starfsmenn MTR hafa á síðustu fimm árum tekið þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum. Flest hafa verið styrkt af Evrópusambandinu eða Norrænu ráðherranefndinni. Sum verkefnin hafa snúist um nemendaskipti en önnur um nám og þjálfun starfsmanna á námskeiðum, í skólaheimsóknum og á sérstökum námsstefnum. Nemendur og kennarar frá sautján Evrópuríkjum hafa tekið þátt í þessu samstarfi.
Lesa meira
23.01.2020
Nokkrir nemendur skólans vöktu athygli fyrir dugnað sinn og iðni við námið á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði í dag. Hefðbundið skólastarf í Ólafsfirði féll niður vegna óveðurs. Ótíðin hefur raskað skólastarfi talsvert í upphafi annarinnar sem kennd er við vorið. Nemendur og kennarar sem eiga heima innan við Ólafsfjarðarmúla hafa aðeins komist í skólann sex af tólf kennsludögum það sem af er og staðan er ekki mikið betri hjá þeim sem búa á Siglufirði. Kennarar gera sitt besta til aðstoða nemendur og nota til þess ýmsa tækni. Hópurinn á myndinni er til dæmis að læra íslensku og nýtur við það leiðsagnar Margrétar Laxdal, kennara síns, sem stödd var heima hjá sér á Dalvík. Það er gleðilegt að sjá þetta framtak og að nemendur eru að taka til sinna ráða. Þeir ætla ekki að láta ótíðina spilla námsframvindunni.
Lesa meira
22.01.2020
Nemendafélagið Trölli skipulagði tónlistarstund í hádeginu. Það eru hæg heimatökin, skólahljómsveitin mætti og tónlistarkennarinn Guðmann Sveinsson. Segja má að uppákoman hafi líka verið hluti af náminu því strákarnir eru ýmist á tónlistarbraut eða taka þar ákveðna áfanga. Punkturinn yfir I-ið var svo þátttaka Julie Thiry-Couvillion og Collin Couvillion. Hún er menntuð söngkona en hann er tólistarkennari í New York. Þau dvelja á Kaffi Klöru í janúar og ætla að skipuleggja fjáröflunarkvöld í næstu viku með nokkrum nemendum skólans. Í skólahljómsveitinni eru Hörður Ingi Kristjánsson, Mikael Sigurðsson og Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir.
Lesa meira