Gyða Sól og Addi mynd B T
Samkvæmt venju var líf og fjör í skólanum á öskudaginn. Margir mættu í grímubúningum og gaf starfsfólk nemendum ekkert eftir í því efni eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni. Nemendafélagið var með búningakeppni og átti úr vöndu að ráða þegar kom að vali skemmtilegustu búninganna. Niðurstaðan varð sú að aðstoðarskólameistarinn “Gyða Sól” og Addi hinn skoski þóttu bera af.
Fjöldi yngri barna kom í skólann og tók lagið fyrir viðstadda. Var lagaúrvalið fjölbreytt; allt frá Gamla Nóa til þjóðsöngsins og fengu öll harðfisk að launum. Teknar voru myndir af öllum sönghópunum og fylgja þær hér með. Myndir