Vorsýning opnar laugardaginn 18. mai

Vorsýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga opnar í húsnæði skólans laugardaginn 18. maí kl. 13.00 og verður opin til 16.00. Einnig verða rafrænar sýningar á vef skólans. Til sýnis verður afrakstur vinnu nemenda á vorönn undir einkunnarorðum skólans; frumkvæði - sköpun - áræði.

Á sýningunni í skólahúsinu eru fjölbreytt verk nemenda í myndlist, ljósmyndun og fleiri námsgreinum og rafrænar sýningar eru á verkum sem unnin voru í íslensku, ensku, líffræði, stærðfræði og erlendum verkefnum.

Sýningin í skólahúsinu verður opin á opnunartíma skólans fram að útskrift þann 25. maí en rafrænu sýningarnar eru aðgengilegar á vef skólans sem og sýningar síðustu ára. Þar má sjá fjölmörg metnaðarfull dæmi um skapandi vinnu nemenda skólans.