Vorsýning

Bæklingar
Bæklingar
Allt er á fullu í skólanum við að undirbúa Vorsýningu á laugardag. Fjöldi portrettmynda verður til sýnis, bæði af frægum einstaklingum og ættingjum og vinum nemenda. Nemendur í fagurfræði fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska á mismunandi hátt. Tónlist og ljósmyndir verða á sýningunni og líka verkefni úr fögum á borð við sálfræði, spænsku og dönsku.

Allt er á fullu í skólanum við að undirbúa Vorsýningu á laugardag. Fjöldi portrettmynda verður til sýnis, bæði af frægum einstaklingum og ættingjum og vinum nemenda. Nemendur í fagurfræði fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska á mismunandi hátt. Tónlist og ljósmyndir verða á sýningunni og líka verkefni úr fögum á borð við sálfræði, spænsku og dönsku.
Dönskunemar sýna meðal annars bæklinga þar sem viðfangsefnið er að kynna Menntaskólann á Tröllaskaga á dönsku. Fram kemur meðal annars að skólinn sé dreifnámsskóli sem hafi nemendur um allan heim. Einn nemandinn segir að uppáhaldsfagið sitt sé enska, og bætir við: „Det som er specielt ved engelsk i MTR er at man lærer meget om mange forskellige ting på en sjov vej. Læreren (Tryggvi) er også meget sjov.“