Vöfflur í tilefni undirritunar

Vöfflukaffi mynd GK
Vöfflukaffi mynd GK

Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara og sveit­ar­fé­laga skrifuðu undir samninga seint í gærkvöld og hefur þá öllum yfirstandandi og fyr­ir­huguðum verk­föll­um verið af­lýst. Samn­ing­ur­inn gild­ir til fjög­urra ára og skrifuðu öll aðild­ar­fé­lög Kenn­ara­sam­bands­ins undir hann. Í samningnum felst m.a. að vinna að virðismati á störfum kennara hefjist strax og þeir hafi verið samþykktir og stefnt sé að innleiðingu þess næsta haust. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og hann síðan borinn undir atkvæði félagsfólks.

Þeir kennarar og annað starfsfólk MTR sem var í húsi í morgun fagnaði þessum málalyktum með vöfflum og tilheyrandi. Var létt yfir mannskapnum enda hefur óvissa síðustu vikna og mánaða reynt á.