Kara, Öddi og félagar selja dagatöl
Hópur nemenda MTR seldi dagatal til styrktar Unicef í Feneyjum, við Gardavatnið og í Verona á Ítalíu í síðustu viku. Dagatalið er afrakstur Comeníusarverkefnis þar sem þemað er vatn. Nemendur héðan og úr þremur skólum á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi tóku myndirnar. Sex nemendur og tveir kennarar héðan tóku þátt í ferðinni.
Hópur nemenda MTR seldi dagatal til styrktar Unicef í Feneyjum, við Gardavatnið og í Verona á Ítalíu í síðustu viku.
Dagatalið er afrakstur Comeníusarverkefnis þar sem þemað er vatn. Nemendur héðan og úr þremur skólum á Ítalíu,
Spáni og í Þýskalandi tóku myndirnar. Sex nemendur og tveir kennarar héðan tóku þátt í ferðinni.
Á leiðinni til Ítalíu áði hópurinn tvo daga í París. Þar prófuðu nemendur ýmislegt svo sem að herða sig upp
í að fara ein í jarðlestina, að þora að tjá sig á erlendu tungumáli að þora að spyrja og leita upplýsinga og að
leggja í að prófa framandi rétti á veitingastöðum. Reynslan kom sér vel þegar til Ítalíu kom því þar voru enn
fjölbreyttari réttir í boði. En meðal þess sem bragðað var á í ferðinni voru sniglar í hvítlauskssmjöri, svart spaghetti
(soðið í beki af smokkfiski), kolkrabbi, skelfiskur, stór og lítill krabbi, risarækjur, smáhumar, túnfiskur, hrár og grillaður,
smokkfiskur, anjósur og sardínur. Kennararnir sem voru með í ferðinni hrósa nemendum fyrir að hafa verið opin og glaðleg í ferðinni og
tilbúin að reyna nýja hluti.
Nemendur eru á einu máli um að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík og skemmtileg. Þau viðurkenna að hafa farið út fyrir
þægingdaramma sinn á ýmsum sviðum.Kara Gautadóttir segir að ferðalagið hafi verið æðislegt, hún gæti vel hugsað
sér að búa á Ítalíu. Fólk sé vinalegt, landið fallegt og gott að borða. Í París hafi verið meiri
umferðarþungi og ys en hún myndi vilja fara þangað aftur. Athyglisverðast hafi verið að fara upp í Effelturninn, skoða brúna með
lásunum við Notre Dame og Sacre Coeur kirkjuna. Í París komust nemendur að því að það er annað að rata um borg en að rata í
landslagi og þeir voru til að byrja með ekki sérlega læsir á borgarumhverfið.
Fyrir utan þá staði sem þegar hafa verið nefndir skoðaði hópurinn meðal annars vínekrur þar sem uppskera stóð yfir í
grennd við Verona, heimsótti erkibiskupinn og borgarstjórarnn í Verona og tvo ítalska menntaskóla. MYNDIR