Viðskiptaáæltun?

Gott er að hafa söguþráð í viðskiptaáætlun – en áætlunin á ekki að vera skáldsaga. Þetta lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra á Nýsköpunarmiðstöð í gestafyrirlestri.

Gott er að hafa söguþráð í viðskiptaáætlun – en áætlunin á ekki að vera skáldsaga. Þetta lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra á Nýsköpunarmiðstöð í gestafyrirlestri. Viðskiptaáæltun er gott tæki til að rannsaka og meta kosti og galla hugmynda að nýsköpun. Trúverðug áætlun getur skilað mönnum vel á leið en ef ekki tekst að koma slíkri áætlun saman er líklega rétt að fara ekki lengra með hugmyndina.