Ásdís og Gabríela mynd GK
Vakin er athygli á viðbragðsáætlun sem birt er á heimasíðu skólans. Þar er lýst réttum viðbrögðum við ógnunum svo sem náttúruvá, efnaslysum og smitsjúkdómum. Með áætlunni er verið að gera viðbragðsleiðbeiningar fyrir mismunandi vá.
Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Vegna þessa var kafla um leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum hraðað og má finna hér. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/
Nemendur og starfsmenn MTR eru hvattir til að kynna sér rækilega upplýsingarnar og fylgja ábendingum um varnir gegn smiti og grípa til aðgerða ef grunur um smit vaknar