Við sjávarsíðuna

Verk
Verk

Verkin á sýningu mánaðarins í Hrafnavogum tengjast öll sjó og sjávarútvegi. Þau eru eign listaverkasafns Fjallabyggðar. Fjögur verkanna eru úr hinni veglegu listaverkagjöf Arngríms Ingimundarsonar og Bergþóru Jóelsdóttur, sem þau færðu Siglufjarðarkaupstað árið 1980.

Flest verkanna eru frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Tvö eru eftir siglfirska listamenn. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Ágúst Petersen, Birgir Schiöth, Herbert Arnarson, Hringur Jóhannesson, Sveinn Björnsson og Veturliði Gunnarsson.

Þetta er þriðja sýningin á verkum úr listaverkasafni Fjallabyggðar sem sett er upp í skólanum og færum við Fjallabyggð kærar þakkir fyrir samstarfið.