Vetrarfjallamennska

Sjö krakkar í Útivistaráfanganum ÚTI2A05 dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um helgina. Þau reyndu nýja fjallaskíðabúnaðinn og lærðu að ganga á skinnum ásamt því að skíða í ótroðnum snjó. Einnig kynntust þau vetrarfjallamennsku, fóru í mikinn bratta og lærðu að bremsa sig af á ísöxi.

Sjö krakkar í Útivistaráfanganum ÚTI2A05 dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um helgina. Þau reyndu nýja fjallaskíðabúnaðinn og lærðu að ganga á skinnum ásamt því að skíða í ótroðnum snjó. Einnig kynntust þau vetrarfjallamennsku, fóru í mikinn bratta og lærðu að bremsa sig af á ísöxi. Ferðin hófst á föstudegi en lauk á sunnudegi og var hún skemmtileg, krefjandi og lærdómstík. Á föstudeginum tók Sigurbjörg Bjarnadóttir á móti hópnum á Bjarnargili og bauð upp á ýmsar kræsingar. Laugardagurinn fór í það að skíða, klifra og stoppa sig af með ísöxi og eftir 4 klst. stúss skelltu þau sér í sund á Sólgörðum og fengu sér síðan að borða. Á sunnudaginn skemmti hópurinn sér meðal annars við að renna sér á þotu á sköflum í hinum skemmtilegu brekkum í Fljótunum. Matur og allur aðbúnaður á Bjarnargili var til fyrirmyndar og móttökurnar frábærar. Leiðbeinandi í fjallamennskunni var Rúnar Gunnarsson en kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir. MYNDIR