Sara og Birna
Tveir hópar MTR-nemenda hafa unnið til verðlauna fyrir myndbönd í norrænni samkeppni. Þemað var sýn nemenda á plastmengun í heimshöfunum og hvernig þeir sjá fyrir sér að hægt sé að leysa vandamálið, eða hluta þess. Birna Björk Heimisdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir fengu fyrstu verðlaun, þyrluferð, fyrir sitt myndband. Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Mikael Sigurðsson og Tryggvi Þorvaldsson fengu önnur verðlaun og verður myndbandið þeirra sýnt ásamt hinum myndböndunum sem lentu í efstu sætunum. Það gerist á ráðstefnunni „Plastic in the Artic“ sem haldin verður í Reykjavík í apríl.
MTR-nemendur sendu fjögur myndbönd í keppnina og voru þau unnin í upplýsingatækniáfanga hjá Birgittu Sigurðardóttur á haustönninni. Það var valfrjálst að gera myndband og senda í keppnina eða vinna sambærilegt verkefni og skila með hefðbundnum hætti.
Myndin með fréttinni er af Birnu Björk og Söru þar sem þær eru staddar í Lettlandi með nokkrum öðrum MTR-nemum og tveimur kennurum. Hópurinn tekur þátt í Erasmus+ verkefni um borgaralega ábyrgð, starf sjálfboðaliða og kosningar.
Tengill á myndband Birnu Bjarkar og Söru
Tengill á myndband Harðar, Júlíusar, Mikaels og Tryggva