Vel sótt opnun haustsýningar skólans

Salur mynd GK
Salur mynd GK

Það var mikið um að vera í skólanum síðustu kennsludaga annarinnar. Nemendur kepptust við að ljúka síðustu verkefnum og listastofan var þéttsetin þar sem nemendur lögðu lokahönd á ýmis verk fyrir sýninguna. Póstbíllinn kom ófáar ferðirnar með sendingar frá fjarnemum og sýningarstjórinn Bergþór Morthens var í óðaönnum að koma verkunum haganlega fyrir með aðstoð starfsfólks skólans.

Sýningin opnaði í dag, laugardag, og var vel sótt. Á henni má sjá fjölbreytt verk; ljósmyndir og málverk nemanda af listabraut sem og skapandi verkefni nemanda af öðrum brautum. Einkunnarorð skólans: Frumkvæði - Sköpun - Áræði hafa verið í hávegum höfð við vinnu þessara verkefna. Valin verkefni úr ensku, íslensku og erlendum samstarfsverkefnum eru einnig til sýnis á heimasíðu skólans. Ungum sýningargestum var boðið að fást við jólaföndur og veitingar voru í boði fyrir alla aldurshópa.

Sýningin verður opin til 19. desember á starfstíma skólans og er fólk hvatt til að líta inn og skoða afrakstur vinnu nemenda á haustönninni. Hér er linkur á stafræna sýningu
Myndir af verkum
Myndir frá opnun sýningar