Nemendur í útivist hafa tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum á önninni. Síðasta verkefnið var unnið á vorsýningu skólann s.l. laugardag þegar þeir buðu upp á grænmetissúpu sem hituð var yfir eldi á lóð skólans. Hráefni í súpuna kom frá verslunum Kjörbúðarinnar á svæðinu, grænmeti sem ekki var lengur söluhæft en hæft til neyslu. Átti þetta verkefni meðal annars að vekja nemendur til umhugsunar um að nýta matvæli vel og forðast sóun, auk þess að þjálfa þá í eldun úti í náttúrunni. Getum sýningarinnar bauðst að smakka á súpunni og þótti hún afbragðsgóð. Nemendur stóðu sig vel í eldamennskunni og þótti verkefnið spennandi. Kennari í útivist var Kristín Anna Guðmundsdóttir. Myndir