Nemendur frá Danmörku úr Fjordvang Ungdomsskole heimsóttu okkur á sunnudag og verða hér fram á fimmtudag. Skólinn er samstarfsskóli sem hópur MTR-nema heimsótti á haustönninni. Gestirnir gista heima hjá okkar krökkum, það er skemmtileg áskorun fyrir alla og hefur gengið vel. Danirnir eru agndofa yfir landslaginu á Íslandi og þá sérstaklega fjöllunum sem umlykja okkur á Tröllaskaga.
Nemendur frá Danmörku úr Fjordvang Ungdomsskole heimsóttu okkur á sunnudag og verða hér fram á fimmtudag. Skólinn er samstarfsskóli sem hópur MTR-nema heimsótti á haustönninni. Gestirnir gista heima hjá okkar krökkum, það er skemmtileg áskorun fyrir alla og hefur gengið vel. Danirnir eru agndofa yfir landslaginu á Íslandi og þá sérstaklega fjöllunum sem umlykja okkur á Tröllaskaga.
Fyrsti dagurinn fór í það að kynnast litlu bæjunum okkar í gegnum svokallað myndarallý og svo fóru þau á Síldarminjasafnið og í bátahúsið að skoða og auðvitað í sund.
Í gær nýttum við útivistarparadísina í góða veðrinu og leyfðum þeim að prófa fjallaskíði, gönguskíði, svigskíði og klifur. Þegar það var afstaðið sýndum við þeim hvernig ætti að renna sér á ruslapokum á Gullatúninu, fórum í sjósund og enduðum í heita pottinum í sundlaug Ólafsfjarðar. Nemendur voru vel rjóðir í kinnum eftir daginn, þreyttir en alsælir.
Þar sem þema verkefnisins er sjálfbær orka sýnum við nemendum Mývatnssveit til að kíkja á jarðvarma á Norðurlandi. Þau sjá einnig Goðafoss, Fuglasafn Sigurgeirs, Hveraröndina, Dimmuborgir og enda svo í Jarðböðunum. Veðurguðirnir eru með okkur þessa vikuna og við ætlum að enda dagskrána á Múlakollu á morgun. Þau eru mjög spennt fyrir því - enda fæst komið á fjallstopp. Myndir