Rögnvaldur og Tryggvi mynd GK
Rögnvaldur Rúnarsson nemandi skólans náði einn því marki að safna yfir 5000 stigum í Menntaleikunum sem fram fóru í ensku þessa önn. Þar með fékk hann vald yfir klæðaburði enskukennara síns, Tryggva Hrólfssonar og nýtti það tækifæri í dag út í ystu æsar.
Til þess að ná 5000 stigum þurfti Rögnvaldur að vera einstaklega iðjusamur í enskunámi sínu. Fylgjast vel með verkefnum frá kennara að þar væri allt eins og það ætti að vera. Einnig bjó hann til viðfangsefni fyrir samnemendur sína sem þeir síðan spreyttu sig á. Tryggvi segir að óneitanlega hafi það verið dálítið snúið að vera á valdi nemanda síns í klæðaburði en á móti kæmi þá hefðu nemendur verið einstaklega iðjusamir eftir að Menntaleikarnir komu til sögunnar. Menntaleikarnir tengjast s.k. Gamification í námi eða Leikjavæðingu. Það gengur út á að nemandinn getur skorað stig fyrir vinnu sína og æðstu verðlaun sem hægt var að ná voru valdið yfir klæðaburði kennarans og þurfti verulega mikið fyrir því að hafa. Hér fylgja nokkrar myndir af þessum dugmikla nemanda og hlýðnum enskukennara sem var ákaflega ánægður með reynsluna af Menntaleikunum og reiknar með að þróa þá aðferðafræði áfram næsta vetur. Hann hefur notað kennslukerfið Moodle sem býður upp á marga möguleika í þessu samhengi. Myndir