Tungumálatréð

Nemendur í listgreinum gróðursettu tungumálatré á vegginn í anddyri skólans í morgun. Tilefnið er evrópski tungumáladagurinn sem er í dag. Þá er vakin athygli á fjölbreyttum tungumálum sem töluð eru í álfunni. Nemendur í dönsku, ensku og spænsku ætla næstu daga að laufga tréð með hnyttni og kveðjum á ýmsum málum.

Nemendur í listgreinum gróðursettu tungumálatré á vegginn í anddyri skólans í morgun. Tilefnið er evrópski tungumáladagurinn sem er í dag. Þá er vakin athygli á fjölbreyttum tungumálum sem töluð eru í álfunni. Nemendur í dönsku, ensku og spænsku ætla næstu daga að laufga tréð með hnyttni og kveðjum á ýmsum málum.

Ýmislegt verður gert á næstunni til að vekja athygli nemenda og starfsmanna skólans á fjölbreytni tungumála og gildi og mikilvægi tungumála fyrir menningarlæsi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur skipulagt dagskrá í tilefni tungumáladagsins og látið gera efni sem skólar vítt um land njóta góðs af. Nemendur spreyttu sig á að þekkja áletranir á fjölmörgum ólíkum tungumálum í kennslustundum í morgun og kennarar sem venjulega nota bara íslensku í kennslustofunni brugðu sumir út af þeim vana.