Nemendur á starfsbraut fögnuðu því í morgun að blað þeirra, Tröllafréttir, er komið út. Blaðið var unnið í fjölmiðlaáfanga á haustönninni. Efni þess er fjölbreytt enda áhugamál nemenda margvísleg. Þeir fjalla um skólann og um vinnuna sína en einnig um íþróttir, veiði, tækni, bíla, skip stjörnur himins og fleira.
Nemendur á starfsbraut fögnuðu því í morgun að blað þeirra, Tröllafréttir, er komið út.
Blaðið var unnið í fjölmiðlaáfanga á haustönninni. Efni þess er fjölbreytt enda áhugamál nemenda margvísleg. Þeir
fjalla um skólann og um vinnuna sína en einnig um íþróttir, veiði, tækni, bíla, skip stjörnur himins og fleira. Könnun á
gæludýraeign leiddi í ljós að sauðkindin nýtur mestra vinsælda nemenda og kennara menntaskólans. Samtals eiga þeir 98 kindur. Hestar eru
í öðru sæti og hundar í þriðja. Fáir eiga hins vegar kanínur, hamstra og fiska. Slóð á blaðið