Tölvuviðgerðir mynd GK
Eftir námskeiðið eiga nemendur að skilja hvernig tölvur og tölvukerfi eru uppfærð, bilanagreind og hvernig viðgerðir tölvubúnaðar fara fram. Nemendur læra að hugsa um eigin fartölvu, rykhreinsa, skipta um harða diskinn og fleira. Þeir eiga líka að fá innsýn í það hvernig Windows stýrikerfi er sett upp og hver er virkni ýmiss hugbúnaðar fyrir bilanagreininigu og viðgerðir.
Eftir námskeiðið eiga nemendur að skilja hvernig tölvur og tölvukerfi eru uppfærð, bilanagreind
og hvernig viðgerðir tölvubúnaðar fara fram. Nemendur læra að hugsa um eigin fartölvu, rykhreinsa, skipta um harða diskinn og fleira. Þeir eiga
líka að fá innsýn í það hvernig Windows stýrikerfi er sett upp og hver er virkni ýmiss hugbúnaðar fyrir bilanagreininigu og
viðgerðir.
Veruleg kynjaskekkja er í hópnum sem valdi að læra tölvuviðgerðir í miðannarvikunni.
Aðeins ein stúlka er í hópnum en hún kom blaðskellandi heim til sín í gær og kvaðst geta rykhreinsað fartölvuna fyrir mömmu
sína og er núna búin að hreinsa tölvu pabba síns.
Það er Egill Örvar Hrólfsson, þjónustustjóri Tölvuteks á Akureyri, sem
leiðbeinir nemendum og kynnir þeim hlutverk og starf þeirra sam gera við tölvur og hvað felst í starfi kerfisstjóra. Á morgun heimsækir
hópurinn Advania, Nýherja og fleiri tölvufyrirtæki á Akureyri. MYNDIR