Þýskukennsla mynd GK
Tungumál snúast um samskipti og byrjunin fólst í því að skapa góðan anda í hópnum þannig að allir væru í virkum samskiptum. Leiðbeinandinn, Carla Águsta Martinsdóttir, segir að nemendur hafi rætt hvernig best sé að læra erlent tungumál, t.d. með aðstoð kennslubóka, með samskiptum við fólk sem talar málið eða með því að nota myndbönd og aðra slíka miðla. Nemendur lærðu ýmis grundvallaratriði á þýsku svo sem að telja, að segja hvað klukkan er, hvað litirnir heita og fleira slíkt. Það voru gerðar nokkrar skriflegar æfingar, til dæmis að skipuleggja ferðalag til Þýsklands en einnig var farið út í leiki. Þau horfðu líka á gamanmynd um daglegt líf í hinu fjölþjóðlega Þýskalandi. Hver dagur byrjaði á því að fara yfir það sem var á dagskrá daginn áður til að festa það betur í minninu. Carla Águsta segist hafa undrast viljann sem nemendur sýndu til að læra og getuna til að muna nýja hluti. Myndir