Þyrluskíðun
Nemendur Lísebetar Hauksdóttur í útivist nutu fræðslu um fyrirtækið Viking Heliskiing Iceland og fóru í þyrluferð. Hópurinn fékk að vinna með snjóflóðaílur sem nemendur þekktu úr fyrra námi, snjóflóðabakpoka, snjóflóðastöng og skóflu. Starfsmennirnir skiptu okkur í hópa og svo var farið í leit að öðrum ílum á nærsvæðinu með leiðbeinendum frá fyrirtækinu.
Nemendur Lísebetar Hauksdóttur í útivist nutu fræðslu um fyrirtækið Viking Heliskiing Iceland og fóru í þyrluferð. Hópurinn fékk að vinna með snjóflóðaílur sem nemendur þekktu úr fyrra námi, snjóflóðabakpoka, snjóflóðastöng og skóflu. Starfsmennirnir skiptu okkur í hópa og svo var farið í leit að öðrum ílum á nærsvæðinu með leiðbeinendum frá fyrirtækinu.
Eftir nokkra útiveru var farið í að finna búnað og það var nóg til handa öllum. Þá fengum við að kíkja inn í höfuðstöðvar Viking heliskiing þar sem við hittum skíðakappa alls staðar að í heiminum og var mikið spjallað. Við fengum að spila billjard, fara í pílukast og hafa það gott. Aðstaðan er stórglæsileg með heitum pottum og notalegheitum.
Eftir að hafa hent í okkur kaffi og kökum var farið í það að gera okkur klár fyrir þyrluferðina. Björgvin Björgvinsson og Björn Ingason fylgdu okkur alla leið og pössuðu upp á að allt væri í lagi. Þetta var alveg stórkostleg upplifun fyrir alla. Sumir fóru niður á fjallaskíðum og aðrir á snjóbrettum og svo voru líka tveir nemendur sem nutu útsýnisins úr þyrlunni. Veðrið var algjörlega frábært, heiðskírt og glampandi sól og færið eftir því.
Við þökkum kærlega fyrir okkur Viking heliskiing. Myndir