Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari hefur tekið í notkun nýjustu tækni til að bæta kennslu í sínu fagi. Hún nýtir ipad til að taka upp sýnikennslu og birta í Moddle kennslukerfinu, þannig að nemendur geti horft aftur og aftur á efnið og þar með meðtekið það á eigin hraða og dýpkað skilning sinn.
Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari hefur tekið í notkun nýjustu tækni til að bæta kennslu í sínu fagi.
Hún nýtir ipad til að taka upp sýnikennslu og birta í Moddle kennslukerfinu, þannig að nemendur geti horft aftur og aftur á efnið og þar
með meðtekið það á eigin hraða og dýpkað skilning sinn. Nemendur í skólanum sem eru á öðrum brautum en
náttúrfræðibraut þurfa að taka tvo áfanga í stærðfræði. Annar þessara áfanga er STÆ2T05 eða
tölfræði. Á þessari önn eru 34 nemendur skráðir í tölfræði. Það segir sig sjálft að oft getur orðið
þröngt á þingi í tímum og nemendur þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með sýnikennslu á töflu. En með
því að nýta tæknina er hægt að koma enn betur til móts við nemendur. Nýjungin hefur mælst mjög vel fyrir hjá nemendum og
reiknar Inga með að nýta sér þessa tækni í auknum mæli eftir því sem hún verður slyngari við upptöku kennsluefnisins.
Sjá nánar video hér