Starfskynning í Mánabergi

Eins og fyrr hefur verið frá sagt eru nemendur á starfsbraut að kynna sér ýmsar hliðar atvinnulífsins á þessari önn. Hópurinn skoðaði Mánaberg, togara Rammans við bryggju á Siglufirði í gær. Mesta athygli vakti hvað lítið pláss var í skipinu neðanþilja og þröng vinnuaðstaða áhafnarinnar.

Eins og fyrr hefur verið frá sagt eru nemendur á starfsbraut að kynna sér ýmsar hliðar atvinnulífsins á þessari önn. Hópurinn skoðaði Mánaberg, togara Rammans við bryggju á Siglufirði í gær. Mesta athygli vakti hvað lítið pláss var í skipinu neðanþilja og þröng vinnuaðstaða áhafnarinnar.

Allir nemendur fengu að máta sig í stól skipstjórans og leist betur á vinnuaðstöðu hans en það sem þeir sáu af vinnusvæði háseta. Herbergi sem áhöfnin notar til líkamsræktar vakti athygli nemenda og ekki fór framhjá þeim að í messanum er aðgangur að Playstation 3. Í lestinni var frost og nemendur fengu að vita að þar væri hægt að geyma allan afla úr veiðiferð sem gæti tekið heilan mánuð.  Myndir