Golf mynd LH
Nemendur í áfanganum ÍÞRG1GF02 stunda golfið grimmt þessa dagana. Áfanginn er tvískiptur, það er golf fram að miðönn en frjálsar íþróttir eftir það. Sautján nemendur eru í áfanganum og eru þeir mjög áhugasamir um golfið. Íþróttin hefur ekki áður verið kennd við skólann nema á stuttu námskeiði í miðannarviku fyrir nokkrum árum.
Yfirumsjón með áfanganum hefur Lísebet Hauksdóttir en aðstoð við kennslu veita Sigurbjörn Þorgeirsson og Rósa Jónsdóttir. Þau hafa stundað íþróttina um árabil. Aðstæður til golfiðkunar í nágrenni skólans eru stórkostlegar og útsýnið af vellinum alveg einstakt. Nemendur munu nýta völlinn þar til fer að snjóa en eftir það færast æfingar inn og áhersla verður lögð á snak sem er notað til golfkennslu innanhús. Nemendur eru hæstánægðir með áfangann og eru með taktana á hreinu eins og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni. Myndir