Ljósm. GS.
Kennsla í hjartahnoði og meðferð hjartastuðtækis fór fram í hádeginu í dag. Það var Harpa Hlín Jónsdóttir skyndihjálparkennari, björgunarsveitarkona og sjúkraliði sem kom í skólann og leiðbeindi starfsfólki og nemendum í fyrstu hjálp. Þetta var nauðsynleg upprifjun fyrir starfsfólk sem hafði áður farið á skyndihjálparnámskeið en einnig kennsla fyrir nemendur.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu nauðsynlegt er að bregðast rétt við ef slys eða óhapp ber að höndum. Hjartastuðtæki er staðsett miðsvæðis í skólanum og skyndihjálparbúnaður er til staðar. Við í MTR erum svo heppin að í röðum starfsfólks björgunarsveitarfólk og hjúkrunarfræðingur og skólahúsið er skilgreind fjöldahjálparstöð Rauða krossins fyrir bæinn. Námskeið eins og í dag er nauðsynlegt til að rifja upp og skerpa á þessum fyrstu viðbrögðum sem eru svo mikilvæg.