Skólasetning

Skólasetning mynd GK
Skólasetning mynd GK

Tíunda starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga hófst formlega í gær með skólasetningu í Hrafnavogum. Skráðir nemendur eru um þrjú hundruð og sextíu. Fjarnemar eru í miklum meirihluta, um tvö hundruð og sextíu. Á skólasetningunni kynnti Lára skólameistari starfsmenn og gerði grein fyrir verkssviði hvers og eins. Síðan hittu nemendur umsjónarkennara sína en eftir það hófst kennsla samkvæmt stundaskrá. Starfsmenn eru tuttugu og fimm og mjög litlar breytingar á starfsmannahópnum frá fyrra ári.