Skólafundur í Hrafnavogum

Skólafundur
Skólafundur

Nemendalýðræði var á dagskrá skólafundar í morgun. Þar fjölluðu nemendur um hvernig þeir gætu komið hugmyndum sínum að og haft áhrif á nám sitt og starfið í skólanum. Einnig ræddu nemendur hugmyndir sínar um erlend samstarfsverkefni en skólinn er aðili að nokkrum slíkum verkefnum sem ýmist eru í gangi eða að hefjast. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal halda skólafund að minnsta kosti einu sinni á ári og eiga starfsmenn og fulltrúar nemenda rétt til setu þar samkvæmt nánari ákvörðun skólameistara. Í MTR hefur verið litið svo á að allir nemendur ættu rétt til að sitja fundinn og þeir hafa verið hvattir til að gera það. Nemendur hafa rætt í hópum sem ekki eru allt of stórir um ýmis hagsmuna- og áhugamál sín og hvernig hægt sé að sinna þeim á vettvangi skólans. Niðurstöðurnar notar skólinn síðan til að vinna að tillögum eða hugmyndum sem fram hafa komið í þeim anda sem niðurstöður hópvinnu nemenda segja til um. Jafnframt eru niðurstöðurnar kynntar skólanefnd.