Jólakvöld mynd ÞH
Í síðustu viku var hið árlega Jólakvöld nemendafélagsins Trölla, en það er einn af stærstu viðburðum hvers árs í félagslífi nemenda. Boðið var til veislu í sal skólans og síðan tók við skemmtidagskrá. Staðnemar fjölmenntu og skólinn bauð sínu starfsfólki, hafði um helmingur hópsins tök á að þiggja það góða boð. Matseðillinn var glæsilegur, grafinn og reyktur lax í forrétt, hamborgarhryggur og hangikjöt með tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og svo ís í eftirmat. Það fór enginn svangur frá þessu veisluborði. Skemmtidagskráin samanstóð af ýmsum spurningaleikjum og öðru fjöri og dregið var í happdrætti með veglegum vinningum. Nemendur og kennarar notuðu einnig tækifærið og stilltu sér upp fyrir framan myndavélina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Myndir