Skammdegishátíð í Ólafsfirði

Skjáskot úr myndbandi
Skjáskot úr myndbandi

Þessi árlega lista- og menningarhátíð verður sett með formlegum hætti á föstudag klukkan fjórtán. Lára Stefánsdóttir og Alkistis Terzi, grísk kvikmyndagerðarkona, sýna vídeóverkið „Mind the Gap“ í Hrafnavogum, nýjum sal Menntaskólans. Þar sýnir líka Þóra Karlsdóttir málverk með titilinn „Why the Snow is so white?“ og einnig nýtur sín vel verkið IntraLiminal eftir Shasta Stevic frá Ástralíu. Fjórða verkið í Hrafnavogum er eftir Yumo Wu frá Kína og ber titilinn Cyanotype Diary. Fjöldinn allur af listamönnum tekur þátt í Skammdegishátíðinni með sýningum, gjörningum og tónlistarviðburðum um allan Ólafsfjarðarbæ. Hátíðin stendur í tíu daga. Hér er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar http://skammdegifestival.com/  MYNDIR