Öddi, Gestur og Daníela mynd Björg
Í smábátahöfninni í Ólafsfirði eru aðstæður ákjósanlegar til sjósunds þegar átt er suðlæg og sjórinn heilnæmur. Þannig stóð á í gær og hiti í sjónum var tíu stig. Nemendur í útivistaráfanga fóru með kennara sínum, Gesti Hanssyni, og tóku létta æfingu. Gestur segir að kuldasjokkið gangi oftast hratt yfir, ef fólk nái að anda rólega telja upp að þrjátíu áður en það stekkur upp úr.
Í smábátahöfninni í Ólafsfirði eru aðstæður ákjósanlegar til sjósunds þegar
átt er suðlæg og sjórinn heilnæmur. Þannig stóð á í gær og hiti í sjónum var tíu stig. Nemendur í
útivistaráfanga fóru með kennara sínum, Gesti Hanssyni, og tóku létta æfingu. Gestur segir að kuldasjokkið gangi oftast hratt yfir, ef
fólk nái að anda rólega telja upp að þrjátíu áður en það stekkur upp úr.
Gestur segir ekki sniðugt að byrja á að henda sér útí, þegar sjósjónd er reynt í fyrsta sinn.
Best sé að taka þetta í áföngum og leyfa líkamanum að venjast. Hópurinn sem fór í sjósundið í gær
sýndi áræðni, sumir voru að prófa þetta í fyrsta sinn en aðrir voru reyndari. Það jók á upplifun hópsins að yfir
vötnum sveif yndælis sviðalykt frá manni sem var að svíða kindalappir við smábátahöfnina. Myndir